Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
banner
   sun 28. september 2025 16:04
Brynjar Ingi Erluson
Tók vítaspyrnu af Arsenal - Arteta brosti og hló
Viktor Gyökeres í leiknum
Viktor Gyökeres í leiknum
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hló að dómarateyminu í leik liðsins gegn Newcastle í dag eftir að tekin var vítaspyrna af liðinu eftir rúmar fimmtán mínútur.

Sænski framherjinn Viktor Gyökeres féll í teignum eftir viðskipti sín við Nick Pope, markvörð Newcastle.

Jacob Murphy átti hræðilega sendingu til baka sem Gyökeres komst inn í, náði að pota boltanum framhjá Pope sem lenti á Svíanum.

Gyökeres hoppaði upp í loftið með tilþrifum en snertingin var klárlega til staðar. Jarred Gillett, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu þegar augnablikið gerðist, en var síðan beðinn um að fara að skjánum til að skoða það betur.

Í endursýningunni sést Pope rétt koma við boltann áður en Svíinn lendir á honum og vítaspyrnan dregin til baka. Gillet þurfti að horfa margoft á endursýningu áður en hann tók ákvörðun.

Arteta brást við dómnum með hlátri eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.

Staðan er enn markalaus þegar rúmur hálftími er búinn af leiknum.


Athugasemdir
banner