Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
   sun 28. september 2025 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Eze og McGinn bestir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sky Sports hefur gefið leikmönnum einkunnir eftir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem Arsenal og Aston Villa unnu sína leiki eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik.

Arsenal heimsótti Newcastle og var marki undir allt þar til á lokakaflanum og tókst að sigra leikinn. Eberechi Eze lék allan leikinn og var valinn sem besti leikmaður vallarins hjá Sky, með 9 í einkunn.

Hann var líflegur og óheppinn að skora ekki, en Declan Rice og Gabriel fengu einnig níur fyrir sínar frammistöður.

Leikmenn Newcastle fengu ýmist sexur eða sjöur, þar sem Nick Woltemade, Sandro Tonali og Malick Thiaw þóttu skara framúr.

John McGinn var þá besti maður vallarins í endurkomusigri Aston Villa, með 8 í einkunn.

Raúl Jiménez skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Fulham en fór meiddur af velli skömmu síðar og fær ekki einkunn fyrir sinn þátt í leiknum því hann spilaði ekki nægilega margar mínútur.

Newcastle: Pope (6), Livramento (6), Thiaw (7), Botman (6), Burn (6), Guimaraes (6), Tonali (7), Joelinton (6), Murphy (6), Woltemade (7), Gordon (6).
Varamenn: Elanga (6), Osula (6), Trippier (6), Lascelles (5).

Arsenal: Raya (7), Timber (8), Mosquera (6), Gabriel (9), Calafiori (7), Zubimendi (8), Rice (9), Saka (8), Eze (9), Trossard (8), Gyokeres (8).
Varamenn: Saliba (7), Martinelli (7), Merino (8), Odegaard (7).



Aston Villa: Martinez (6), Cash (7), Konsa (7), Mings (6), Digne (7), McGinn (8), Bogarde (7), Guessand (7), Elliott (6), Rogers (6), Watkins (7).
Varamenn: Torres (6), Buendia (8), Kamara (6)

Fulham: Leno (6), Castagne (6), Andersen (5), Bassey (6), Sessegnon (7), Berge (6), Lukic (6), Wilson (6), King (7), Iwobi (6), Jimenez (n/a).
Varamenn: Traore (6), Kevin (6), Smith Rowe (6)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 7 +5 15
2 Arsenal 6 4 1 1 12 3 +9 13
3 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
4 Tottenham 6 3 2 1 11 4 +7 11
5 Sunderland 6 3 2 1 7 4 +3 11
6 Bournemouth 6 3 2 1 8 7 +1 11
7 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
8 Chelsea 6 2 2 2 11 8 +3 8
9 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
10 Fulham 6 2 2 2 7 8 -1 8
11 Leeds 6 2 2 2 6 9 -3 8
12 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
13 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
14 Man Utd 6 2 1 3 7 11 -4 7
15 Newcastle 6 1 3 2 4 5 -1 6
16 Aston Villa 6 1 3 2 4 6 -2 6
17 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
18 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 6 0 1 5 4 13 -9 1
Athugasemdir