Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
banner
   sun 28. september 2025 17:06
Ívan Guðjón Baldursson
Amanda kom við sögu í flottum sigri
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Rosengård/Urzula Striner
Síðustu leikjum dagsins er lokið hjá atvinnukonunum okkar sem leika erlendis.

Amanda Andradóttir kom inn af bekknum í þægilegum sigri FC Twente á útivelli gegn PEC Zwolle í efstu deild í Hollandi.

Amanda spilaði síðasta stundarfjórðunginn í 1-4 sigri og er Twente með fullt hús stiga eftir þrjár fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.

Ísabella Sara Tryggvadóttir var þá ónotaður varamaður er Rosengård steinlá á heimavelli gegn Brommapojkarna í efstu deild í Svíþjóð.

Liðin mættust í mikilvægum fallbaráttuslag og situr Rosengård eftir í fallsæti.

Að sama skapi sat Telma Ívarsdóttir á bekknum hjá Rangers í tapi í grannaslagnum gegn Glasgow City í efstu deild í Skotlandi. Telma er varamarkvörður hjá Rangers, sem var að tapa sínum fyrsta leik á deildartímabilinu.

Rangers deilir öðru sætinu með Celtic, þar sem bæði lið eiga 16 stig eftir 7 umferðir. Glasgow er á toppinum með fullt hús stiga eftir 6 spilaða leiki.

Zwolle 1 - 4 Twente

Rosengard 2 - 5 Brommapojkarna

Rangers 0 - 1 Glasgow City

Athugasemdir