Magnús Már var að vonum kátur eftir sigur sinna manna gegn KA fyrr í dag, en Afturelding var að vinna sinn fyrsta leik síðan í júní svo það var þungu fargi létt af Mosfellingum.
Lestu um leikinn: Afturelding 3 - 2 KA
„Við höfðum góða tilfinningu fyrir þessu, okkur líður vel í úrslitakeppni og við erum búnir að byrja þessa úrslitakeppni sterkt með þessum tveimur leikjum og með bæjarfélagið með okkur.''
„KA liðið er eitt besta lið deildarinnar undanfarnar vikur og Haddi er að gera mjög góða hluti með þá þannig það er gríðarlega sterkt að vinna þá hérna að mér fannst sanngjarnt miðað við færin og annað.''
Afturelding sendi KR í botnsætið með sigrinum í dag og heimsækir Vesturbæinn á laugardaginn.
„Það verða hæg heimatökin, strætó númer 15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan svo ég á ekki vön á öðru en að við fáum frábæran stuðning á laugardaginn.''
Nánar er rætt við Magga í spilaranum hér að ofan en hann fer yfir allt sviðið, Hrannar Snæ og tímabilið hans til þessa auk sinna eigin samningamála.