Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mið 28. október 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Dómarinn og VAR dómarinn í hvíld eftir leik AC Milan og Roma
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að dómarinn Piero Giacomelli verði sendur í mánaðar hvíld frá Serie A eftir að hann dæmdi hörkuleik AC Milan og Roma á mánudag.

Luigi Nasca, sem var VAR dómari í leiknum, verður einnig sendur í hvíld í einn mánuð eftir frammistöðu sína í leiknum.

Bæði lið fengu eina umdeilda vítaspyrnu í leiknum og dómgæslan fékk mikla gagnrýni.

Giacomelli og Nasca verður nú refsað en þeir fá ekki að dæma í Serie A næsta máuðinn.
Athugasemdir
banner