mið 28. október 2020 14:19
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn og þjálfarar Þórs í sóttkví eftir smit í hópnum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Leikmaður Þórs í Lengjudeild karla er smitaður af Covid-19. Þetta var staðfest með skimun í gær og tilkynnt á heimasíðu félags.

Leikmenn og þjálfarar meistaraflokks Þórs sem voru á æfingu liðsins á föstudag eru því komnir í sóttkví.

Æfingar fótboltalið utan höfuðborgarsvæðisins hafa verið leyfilegar með eðlilegum hætti en æfingar innan svæðisins eru aðeins leyfilegar með tveggja metra reglunni.

Íslandsmótið í fótbolta er stopp og óvíst hvort hægt sé að hefja það að nýju í komandi mánuði eins og stefnt var að. Þór er í fimmta sæti Lengjudeildarinnar en tveimur umferðum er ólokið.

Í gær var tilkynnt um smit innan leikmannahóps Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna.

Sjá einnig:
Fundir framundan hjá KSÍ - „Staðan auðvitað ekki góð"
Athugasemdir
banner
banner