Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. nóvember 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Falur Orri aftur til Njarðvíkur (Staðfest) - Sex skrifa undir
Falur Orri er kominn aftur til Njarðvíkur.
Falur Orri er kominn aftur til Njarðvíkur.
Mynd: Njarðvík
Sex efnilegir Njarðvíkingar voru að skrifa undir sinn fyrsta samning við meistaraflokk félagsins.

Svavar Örn Þórðarson er yngstur en hann er fæddur 2004, næstur er Þórir Ólafsson fæddur 2003. Þeir léku báðir með 2. flokki félagsins í sumar rétt eins og Bergsteinn Freyr Árnason, Jökull Örn Ingólfsson og Stefán Svanberg Harðarson.

Stefán Svanberg er fæddur 2001 en Bergsteinn Freyr og Jökull Örn eru fæddir 2002 og hafa báðir spilað keppnisleiki fyrir meistaraflokk. Bergsteinn spilaði þrjá leiki í 2. deildinni í sumar á meðan Jökull spilaði þrjá leiki í Inkasso-deildinni í fyrra.

Að lokum er Falur Orri Guðmundsson búinn að skrifa undir samning en hann er fæddur 2001 og var hjá Keflavík á síðustu leiktíð, þar sem hann kom við sögu í tveimur leikjum í Lengjudeildinni.

„Knattspyrnudeild Njarðvíkur bindur miklar vonir við að þessir ungu og efnilegu leikmenn eigi eftir að láta að sér kveða hjá félaginu á komandi árum," segir í yfirlýsingu.
Athugasemdir
banner
banner