Sean Dyche, stjóri Burnley, sektar leikmenn sýna sem koma ekki með köku eða góðgæti í vinnuna þegar þeir eiga afmæli.
                
                
                                    Burnley átti að mæta Tottenham í dag en þar hefur nýr stjóri Spurs, Antonio Conte, bannað á meðal annars tómatsósu og gosdrykki.
Dyche hefur farið í aðra átt en Conte en hann vill að leikmenn sýnir mæti með góðgæti þegar þeir fagna afmælisdegi sínum.
Dwight McNeil átti 22 ára afmæli í síðustu viku og vængmaðurinn öflugi gleymdi því ekki að koma við í bakaríinu á leiðinni á æfingu á afmælisdeginum.
„Við erum með sérfræðinga sem eru alltaf að segja okkur til varðandi matarræði og fleira. Við erum alltaf vigtaðir og fituprósentan á okkur er mæld svo það er allt á hreinu hérna," sagði McNeil.
„Eina skiptið sem það breytist er þegar einhver á afmæli. Ef þú kemur ekki með köku fyrir liðið þá færðu sekt. Ég mætti með nokkrar tegundir af 'Brownies' og það er gott fyrir okkur leikmennina inn á milli."
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                
