Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. nóvember 2022 10:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andy Pew kveður Þrótt Vogum (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Vogum greindi frá því í morgun að Andy Pew hefði kvatt félagið.

„Knattspyrnudeild Þróttar Vogum og aðalstjórn UMFÞ þakkar Andy Pew fyrir allt hans framlag til félagsins. Við óskum Andy góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur. "

Andy verður 42 ára í næsta mánuði. Hann er varnarmaður sem kom fyrst til Íslands árið 2006 og lék þá með Selfossi.

Hann hefur einnig leikið með Árborg, Hamri, Vestra og Þrótti Vogum. Hann kom í Þrótt Vogum frá Vestra fyrir tímabilið 2019 og lék alls 84 leiki fyrir Þrótt og skoraði í þeim fimm mörk. Hann var kjörinn íþróttamaður ársins hjá félaginu árið 2020.

„Andy hefur sinnt öllum hlutverkum hjá félaginu, leikmaður, fyrirliði, aðstoðarþjálfari og ýmis sjálfboðaliðastörf hafa fallið á hans herðar sem sönn fyrirmynd fyrir aðra iðkendur innan félagsins. "
Athugasemdir
banner
banner