Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 28. nóvember 2022 17:00
Elvar Geir Magnússon
Bannað að skalla á æfingum daginn fyrir og daginn eftir leiki
Mynd: Getty Images
Samtök atvinnumanna í Skotlandi hafa tilkynnti að ekki megi skalla boltann á æfingum daginn fyrir og daginn eftir leiki.

Þessar nýju reglur voru settar eftir að rannsókn háskólans í Glasgow leiddi í ljós að fótboltamenn væru 3,5 sinnum líklegri til að láta lífið af völdum heilasjúkdóma.

Sérfræðingar telja að það séu tengsl milli þess hversu líklegt sé að fá heilabilun og hversu oft bolti sé skallaður.

Skoska fótboltasambandið mælir með því að félagslið séu ekki með sérhæfðar skallaæfingar oftar en einu sinni í viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner