Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 28. nóvember 2023 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef ég væri Páll Kristjáns, þá væri ég búinn að hringja"
Anton Ari Einarsson.
Anton Ari Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru fréttir um það á dögunum að danski markvörðurinn Mark Fabricius Jensen hefði æft með Breiðabliki.

Jensen er varamarkvörður norska félagsins Start og er þar liðsfélagi Bjarna Mark Antonssonar.

Anton Ari Einarsson hefur varið mark Breiðabliks undanfarin ár. Hann fékk nokkra gagnrýni í sumar og var tölfræði hans alls ekki góð. Það er spurning hvað hann gerir ef Breiðablik ákveður að fá inn nýjan markvörð.

„Anton var slakur í ár miðað við það sem hann hefur sýnt okkur með Val og í meistaraliði Breiðabliks," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag. Hann sagði jafnframt að KR ætti að horfa í Kópavoginn.

„Ef ég er Páll Kristjáns (formaður KR), þá er ég búinn að hringja - 100 prósent. Gregg Ryder sagði það hjá Hjörvari að það verður nýr númer eitt."

Anton Ari er uppalinn í Aftureldingu og bróðir hans, Magnús Már, er þjálfari þar. Það er annar möguleiki.

„Gullkistan í Mosfellsbænum verður opnuð upp á gátt til að reyna að landa honum til að ná þessu draumaskrefi að komast upp í efstu deild. En Anton Ari hefur ekkert að gera í B-deild á þessu stigi ferilsins. Ekki nema honum langi bara að fá sólarglætu í hjartað að spila fyrir bróður sinn og uppeldisfélagið. En KR á að sækja hann og sækja hann hart," sagði Tómas.

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Heimir Hallgríms gestur
Athugasemdir
banner
banner