Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   þri 28. nóvember 2023 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tottenham bætist við í kapphlaupið um Todibo
Jean-Clair Todibo í leik með Nice.
Jean-Clair Todibo í leik með Nice.
Mynd: EPA
Tottenham hefur bæst í kapphlaupið um miðvörðinn Jean-Clair Todibo fyrir janúargluggann.

Spurs þarf sárlega á miðverði að halda en liðið hefur verið í miklum vandræðum í fjarveru Cristian Romero og Mickey van de Ven. Romero er að ljúka þriggja leikja banni en Van de Ven verður meiddur fram yfir áramót.

Hinn 23 ára gamli Todibo hefur heillað með Nice í frönsku úrvalsdeildinni og hefur hann einnig verið orðaður við Liverpool og Manchester United.

Hann er sagður fáanlegur fyrir um 39 milljónir punda.

Lloyd Kelly, miðvörður Bournemouth, hefur einnig verið orðaður við Tottenham og þá eru Marc Guehi hjá Crystal Palace og Jarrad Branthwaite hjá Everton aðrir kostir fyrir félagið.

Todibo er sagður mjög áhugasamur um að komast í ensku úrvalsdeildina en hann vill vera byrjunarliðsmaður þar sem hann ætlar sér að fara með Frakklandi á Evrópumótið næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner