Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 28. nóvember 2024 15:00
Elvar Geir Magnússon
Mjög áhugaverð og spennandi ráðning
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: EPA
„Þetta er spennandi ráðning. Leikmannaferill hans talar fyrir sig sjálfur en þetta er áhugavert fyrir stuðningsmenn Leicester," segir Gary Cahill, fyrrum varnarmaður Chelsea, um Ruud van Nistelrooy sem er að taka við Leicester.

„Hann gerði vel hjá PSV, og gerði vel sem bráðabirgðastjóri hjá Manchester United. Það er samt ákveðin óvissa í kringum hann. Ég held að þetta verði mjög spennandi."

Beðið er eftir því að Leicester staðfesti Van Nistelrooy. Sem bráðabirgðastjóri United vann hann Leicester og það gæti átt þátt í ráðningunni núna.

Van Nistelrooy stýrði PSV í annað sætið og vann hollenska meistaratitilinn 2023. Hann var með 64,71% sigurhlutfall og fékk 2,22 stig að meðaltali í leik.

Leicestr er í sextánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 14 11 2 1 29 11 +18 35
2 Chelsea 15 9 4 2 35 18 +17 31
3 Arsenal 15 8 5 2 29 15 +14 29
4 Man City 15 8 3 4 27 21 +6 27
5 Nott. Forest 15 7 4 4 19 18 +1 25
6 Aston Villa 15 7 4 4 23 23 0 25
7 Bournemouth 15 7 3 5 23 20 +3 24
8 Brighton 15 6 6 3 25 22 +3 24
9 Brentford 15 7 2 6 31 28 +3 23
10 Fulham 15 6 5 4 22 20 +2 23
11 Tottenham 15 6 2 7 31 19 +12 20
12 Newcastle 15 5 5 5 19 21 -2 20
13 Man Utd 15 5 4 6 19 18 +1 19
14 West Ham 15 5 3 7 20 28 -8 18
15 Everton 14 3 5 6 14 21 -7 14
16 Leicester 15 3 5 7 21 30 -9 14
17 Crystal Palace 15 2 7 6 14 20 -6 13
18 Ipswich Town 15 1 6 8 14 27 -13 9
19 Wolves 15 2 3 10 23 38 -15 9
20 Southampton 15 1 2 12 11 31 -20 5
Athugasemdir
banner
banner