
Vestri var rétt í þessu að tilkynna félagsskipti Benedikts V. Warén til félagsins. Benedikt, sem er fæddur 2001 og spilaði 20 leiki á láni hjá ÍA í Bestu deildinni í fyrra, gerir þriggja ára samning við Vestra.
Þetta eru stórar fréttir fyrir Ísfirðinga enda Benedikt gríðarlega öflugur leikmaður sem lék á láni hjá Vestra sumarið 2021 og var einn af bestu mönnum liðsins.
Hann á 24 leiki að baki í efstu deild með ÍA og Breiðablik og reynir nú aftur fyrir sér í Lengjudeildinni. Vestri náði 28 stigum þar í fyrra og stefnir hærra í ár með Davíð Smára Lamude við stjórnvölinn.
Benedikt er öflugur miðjumaður með einn leik að baki fyrir U17 landslið Íslands.
Athugasemdir