Fulham er í leit að miðjumanni og er að reyna við Sasa Lukic hjá Torino og hefur nú, samkvæmt Sky Sports, lagt fram 20 milljón punda tilboð í Sander Berge hjá Sheffield United.
Norski miðjumaðurinn Berge er lykilmaður í liði Sheffield sem er í toppbaráttu í Championship deildinni.
Berge verður 25 ára gamall eftir tvær vikur og er enn í dag næstdýrasti leikmaður í sögu Sheffield United eftir Rhian Brewster. Félagið borgaði um 20 milljónir punda fyrir hann í lok janúargluggans 2020, fyrir þremur árum síðan.
Chelsea og Liverpool eru sögð fylgjast með Berge en Fulham hefur tekið á skarið.
Berge, sem á 32 landsleiki fyrir Noreg, á aðeins sautján mánuði eftir af samningi sínum við Sheffield.
Athugasemdir