sun 29. janúar 2023 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Inaki Williams missir af fyrsta deildarleiknum í sjö ár
Mynd: EPA

Spænsk-ganverski sóknarmaðurinn Inaki Williams missir af sínum fyrsta deildarleik með Athletic Bilbao í sjö ár gegn Celta Vigo í dag.


Leikurinn er farinn af stað og er Williams ekki í hóp í fyrsta sinn síðan í apríl 2016.

Þetta er ótrúleg tölfræði enda hefur Williams tekið þátt í 251 deildarleikjum í röð í La Liga sem hlýtur að vera met, í það minnsta hjá útispilandi leikmanni.

Williams er 28 ára gamall og hefur verið lykilmaður í liði Athletic undanfarin ár. Yngri bróðir hans Nico Williams er samherji hans og þykir afar efnilegur. Hann er spænskur landsliðsmaður og bendir margt til að hann verði enn betri heldur en stóri bróðir sinn í framtíðinni. Inaki er landsliðsmaður Gana.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner