
Þór/KA getur tryggt sér sigur á Kjarnafæðismótinu í dag þegar liðið mætir Völsungi í síðasta leik sínum.
Þór/KA er á toppi riðilsins með fullt hús stiga og getur því tryggt sér toppsætið umfram alla vafa með sigri í lokaumferðinni.
Völsungur er aðeins búinn að spila einn leik á mótinu, sem tapaðist naumlega gegn varaliði Þórs/KA.
Varalið Þórs/KA er búið að spila alla sína leiki og endar með 9 stig eftir 4-1 tap gegn aðalliðinu.
Leikur dagsins - Kjarnafæðismót kvenna:
15:00 Þór/KA - Völsungur
Athugasemdir