Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 29. janúar 2023 14:41
Ívan Guðjón Baldursson
Skriniar staðfestir félagsskipti til PSG

Milan Skriniar, fyrirliði slóvakíska landsliðsins og einn af bestu miðvörðum fótboltaheimsins, er búinn að staðfesta samkomulag við franska stórveldið Paris Saint-Germain.


Skriniar á fimm mánuði eftir af samningi sínum við Inter og er búinn að ákveða næsta áfangastað. Hann skiptir annað hvort á frjálsri sölu næsta sumar eða á næstu tveimur dögum fyrir lokun janúargluggans.

„Já, það er satt - ég er búinn að skrifa undir hjá PSG. Ég er að bíða eftir að félögin komist að samkomulagi um kaupverð svo ég geti farið í janúar," sagði Skriniar.

Skriniar verður 28 ára í febrúar og á 242 leiki að baki fyrir Inter.

Manchester United og Tottenham eru meðal félaga sem höfðu áhuga á að fá Skriniar til sín.


Athugasemdir
banner