Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 29. janúar 2023 22:10
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real Madrid dregst aftur úr
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Real Madrid er að dragast afturúr Barcelona í titilbaráttu spænska boltans. Lærisveinar Carlo Ancelotti fengu Real Sociedad í heimsókn í lokaleik kvöldsins.


Heimamenn í Madríd voru sterkari aðilinn og áttu mikið af marktilraunum en tókst illa að koma sér í færi. Varnarleikur Sociedad var ótrúlega góður og fundu heimamenn ekki nægilega margar glufur til að skora.

Vinicius Junior fékk besta færi leiksins á fimmtándu mínútu en skot hans fór rétt framhjá stönginni eftir frábært einstaklingsframtak.

Lokatölur urðu 0-0 sem er skellur fyrir Real Madrid sem er núna fimm stigum á eftir Barcelona. Real Sociedad er svo í þriðja sæti, þremur stigum eftir Real Madrid.

Real Madrid 0 - 0 Real Sociedad

Celta Vigo tók þá á móti Athletic Bilbao fyrr í kvöld og var staðan markalaus í leikhlé.

Heimamenn í Celta voru betri aðilinn í síðari hálfleik og skoraði Iago Aspas eina mark leiksins á 71. mínútu eftir góða sendingu frá bandaríska landsliðsmanninum Luca de la Torre.

Lokatölur urðu því 1-0 og eru stigin afar dýrmæt fyrir Celta sem rífur sig úr fallsæti og er komið með 20 stig eftir 19 umferðir, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.

Athletic er í baráttu um Evrópusæti en þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð í deildinni. Athletic hefur ekki unnið deildarleik eftir HM í Katar.

Celta Vigo 1 - 0 Athletic Bilbao
1-0 Iago Aspas ('71)


Athugasemdir
banner
banner
banner