Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. janúar 2023 16:49
Ívan Guðjón Baldursson
Táningur frá AIK í læknisskoðun hjá Brighton
Mynd: EPA

Brighton er að ganga frá kaupum á sænska miðjumanninum Yasin Ayari sem hefur verið að gera frábæra hluti með AIK í sænska boltanum.


Ayari er aðeins 19 ára gamall en hefur þó fengið að spila tvo A-landsleiki fyrir Svía eftir að hafa verið lykilmaður í U19 liðinu.

Ayari er staddur í Brighton um þessar mundir þar sem hann er að gangast undir læknisskoðun. 

Brighton greiðir 6 milljónir evra fyrir Ayari auk árangurstengdra aukagreiðslna og endursöluprósentu.

Skiptin verða tilkynnt í kvöld eða á morgun, þegar Ayari skrifar formlega undir samning.


Athugasemdir
banner
banner
banner