Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. febrúar 2024 11:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba í fjögurra ára bann (Staðfest)
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba hefur verið dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta vegna lyfjabrots.

Pogba féll á lyfjaprófi eftir fyrsta deildarleik Juventus á tímabilinu en hann mældist með of hátt magn af testósteróni í líkamanum.

Pogba gekk til liðs við Juventus á frjálsri sölu síðasta sumar eftir erfiðan tíma hjá Manchester United.

Erfiðu tímarnir hafa haldið áfram á Ítalíu og var hann mikið meiddur á síðustu leiktíð. Núna er hann farinn í langt bann og spurning hvort að ferlinum sé einfaldlega lokið. Pogba er þrítugur að aldri.

Pogba fékk hámarksrefsingu en útskýringar á dómnum hljóta að liggja fyrir fljótlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner