Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 29. mars 2021 13:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Kolbeinn: Gott tækifæri fyrir þessa stráka að fara upp í A-liðið
Icelandair
Sveinn og Willum fagna marki
Sveinn og Willum fagna marki
Mynd: Fótbolti.net - Eyþór Árnason
Fjórir leikmenn úr U21 árs landsliðinu voru kallaðir upp í A-landsliðið í morgun. Það eru þeir Ísak Bergmann Jóhannesson, Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Willum Þór Willumsson.

Kolbeinn Þórðarson, leikmaður U21 liðsins, var spurður út í þetta í Teams-viðtali í dag. Ísland þarf á sigri að halda gegn Frökkum og á sama tíma að vonast til að Danir klári Rússland með sigri til að eiga von á sæti í 8-liða úrslitum.

Hvað finnst þér um að þið missið út fjóra lykilleikmenn núna?

„Við vissum fyrir mót að þetta gæti gerst, að einhverjar færslur gætu orðið á milli," sagði Kolbeinn.

„Þetta er fyrst og fremst gott tækifæri fyrir þessa stráka að fara upp í A-liðið og tækifæri fyrir aðra leikmenn að fylla upp í stöðurnar sem þeir skilja eftir sig.“

Finnst ykkur vera að segja við ykkur að leikurinn gegn Frakklandi skipti ekki neinu máli þegar fjórir leikmenn eru kallaðir upp?

„Nei, það finnst mér ekki.“


Ísak í leiknum í gær

Jón Dagur
Annað úr viðtalinu:
Leikmenn sjá og heyra: Hlusta bara á þá sem ég treysti fyrir að dæma mig
„Verð stundum frekar þreyttur í öllum líkamanum af skrítnum ástæðum"
Athugasemdir
banner
banner