banner
   mán 29. mars 2021 12:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Leikmenn sjá og heyra: Hlusta bara á þá sem ég treysti fyrir að dæma mig
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur verið mikil fjölmiðlaumfjöllun um landsliðin okkar undanfarna daga og vikur. U21 árs landsliðið tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins og eru margar raddir sem hafa skoðanir á frammistöðu liðsins og einstakra leikmanna.

Kolbeinn Þórðarson, leikmaður liðsins, sat fyrir svörum í Teams-viðtali í dag og var hann spurður út í umfjöllunina og hvernig leikmenn tækla hana.

Fjölmiðlaumfjöllunin, umræðan og allt í kringum það. Ræðið þið, leikmenn í hópnum, mikið þessa umræðuna heima fyrir milli
ykkar?


„Já, maður sér þetta alveg, ekki hægt að komast hjá því og við ræðum þetta. Maður verður að passa að halda einbeitingu á sjálfum sér og ekki láta umræðuna komast inn í hausinn á sér.“

Finnst þér umræðan og umfjöllunin hafa verið sanngjörn?

„Það voru væntingar fyrir Rússa-leikinn og síðan voru þær fljótar að fara. Ég held að við sem lið og einstaklingar setjum alltaf meiri pressu á okkur en þegar þú ert á svona stóru sviði þár er eðlilegt að fjölmiðlar séu að tala mikið og spyrja mikið.“

Hvernig fannst þér að lesa hvað öðrum fannst um þig gegn Rússum? Var það erfitt?

„Ég veit hvað mér fannst um sjálfan mig í þessum leik. Ég hlusta á það sem þeir sem eru nánir mér segja og þeirra skoðanir. Ég hlusta bara á þá sem ég treysti fyrir að dæma mig, ég hlusta ekki á annað.“

Hver er þín uppáhaldsstaða?

„Eigum við ekki að segja bara á meðan ég er inn á vellinum þá er ég sáttur,“ sagði Kolbeinn.

Annað úr viðtalinu:
„Verð stundum frekar þreyttur í öllum líkamanum af skrítnum ástæðum"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner