Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 29. maí 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ashley Young verður hjá Inter út næstu leiktíð
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Piero Ausilio, yfirmaður knattspyrnumála hjá Inter, er búinn að greina frá því að enski bakvörðurinn Ashley Young verður áfram hjá félaginu út næstu leiktíð.

Ausilio ræddi framtíð margra leikmanna í viðtali við Sky Italia. Hann ræddi meðal annars um Timo Werner, Mauro Icardi, Edinson Cavani, Ivan Perisic og Alexis Sanchez.

„Timo Werner mun ekki koma til Inter. Ég elska hann sem leikmann en hann vill ekki ganga í raðir Inter. Við erum í viðræðum við PSG um félagaskipti Mauro Icardi. Félögin eiga í góðu sambandi og vill Mauro vera áfram í París," sagði Ausilio.

„Cavani verður samningslaus í sumar og við erum að hugsa til hans en höfum ekki rætt við hann. Við munum setjast niður með FC Bayern og ræða framtíð Ivan Perisic.

„Alexis Sanchez verður hérna út tímabilið og svo munum við ræða málin með Manchester United. Núna fær hann tækifæri til að láta ljós sitt skína.

„Ashley Young? Hann verður áfram hjá félaginu. Það er klárt."


Young verður 35 ára í júlí og er talinn vera búinn að skrifa undir samning. Undirskriftin verður þó ekki opinberuð alveg strax.

Hann gekk í raðir Inter á frjálsri sölu í janúar og skrifaði undir sex mánaða samning með möguleika á eins árs framlengingu. Hann fór beint inn í byrjunarliðið og hefur verið að spila sem vinstri vængbakvörður undir stjórn Antonio Conte.

Ausilio sagðist einnig hafa áhuga á Sandro Tonali og Georgios Vagiannidis. Þá sagði hann að Radja Nainggolan, sem hefur verið lykilmaður að láni hjá Cagliari á leiktíðinni, gæti átt framtíð hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner