Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Hann er sá langbesti í deildinni
Pálmi Rafn: Þar liggur vandamálið okkar
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
   fös 29. maí 2020 17:15
Elvar Geir Magnússon
Bjössi Hreiðars: Það eru mörg lið um hituna
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég tók þátt í Getraunadeildinni og mig minnir að það hafi verið skemmtileg deild. Lengjan er komin núna og það er mjög gott," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net í dag um tíðindi dagsins en 1. deildin mun í sumar heita Lengjudeildin.

Grindvíkingar eru að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni og þeir unnu ÍR 2-0 í vikunni.

„Það voru tveir mánuðir og tuttugu dagar á milli leikja hjá okkur svo auðvitað voru hnökrar hér og þar. Það voru líka ágætis punktar. Við vorum bara ánægðir með að komast í fótbolta," sagði Sigurbjörn en hann segir stefnuna á að endurheimta sætið í Pepsi Max-deildinni.

„Við ætlum að gera tilkall í að vera samkeppnishæfir um að komast upp úr Lengjudeildinni. Við teljum okkur vera með lið sem getur barist um það en það eru mörg lið um hituna."

„ÍBV eru líklegastir eins og staðan er núna. Þeir eru með þjálfara sem er nýbúinn að fara með lið upp. Þeir eru með toppleikmenn og metnaðarfullan klúbb. Þeir eru sigurstranglegastir í 1. sætið eins og er."

„Keflavík eru mjög góðir líka. Ég sá þá spila fyrir tveimur dögum og leist mjög vel á þá. Þeir eru gríðarlega sterkir. Við spiluðum við Þórsarana fyrir Covid og þeir litu mjög vel út. Þeir voru grimmir. Leiknismenn eru sterkir og Framararnir góðir. Ég er örugglega að gleyma einhverjum. Það verður mjög erfitt að fara út á land og spila. Þetta verður þétt en eins og staðan er akkúrat núna eru Eyjamenn, Þór og Keflavík líklegust."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner