Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 29. maí 2020 17:15
Elvar Geir Magnússon
Bjössi Hreiðars: Það eru mörg lið um hituna
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég tók þátt í Getraunadeildinni og mig minnir að það hafi verið skemmtileg deild. Lengjan er komin núna og það er mjög gott," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net í dag um tíðindi dagsins en 1. deildin mun í sumar heita Lengjudeildin.

Grindvíkingar eru að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni og þeir unnu ÍR 2-0 í vikunni.

„Það voru tveir mánuðir og tuttugu dagar á milli leikja hjá okkur svo auðvitað voru hnökrar hér og þar. Það voru líka ágætis punktar. Við vorum bara ánægðir með að komast í fótbolta," sagði Sigurbjörn en hann segir stefnuna á að endurheimta sætið í Pepsi Max-deildinni.

„Við ætlum að gera tilkall í að vera samkeppnishæfir um að komast upp úr Lengjudeildinni. Við teljum okkur vera með lið sem getur barist um það en það eru mörg lið um hituna."

„ÍBV eru líklegastir eins og staðan er núna. Þeir eru með þjálfara sem er nýbúinn að fara með lið upp. Þeir eru með toppleikmenn og metnaðarfullan klúbb. Þeir eru sigurstranglegastir í 1. sætið eins og er."

„Keflavík eru mjög góðir líka. Ég sá þá spila fyrir tveimur dögum og leist mjög vel á þá. Þeir eru gríðarlega sterkir. Við spiluðum við Þórsarana fyrir Covid og þeir litu mjög vel út. Þeir voru grimmir. Leiknismenn eru sterkir og Framararnir góðir. Ég er örugglega að gleyma einhverjum. Það verður mjög erfitt að fara út á land og spila. Þetta verður þétt en eins og staðan er akkúrat núna eru Eyjamenn, Þór og Keflavík líklegust."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner