Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fös 29. maí 2020 17:15
Elvar Geir Magnússon
Bjössi Hreiðars: Það eru mörg lið um hituna
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég tók þátt í Getraunadeildinni og mig minnir að það hafi verið skemmtileg deild. Lengjan er komin núna og það er mjög gott," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net í dag um tíðindi dagsins en 1. deildin mun í sumar heita Lengjudeildin.

Grindvíkingar eru að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni og þeir unnu ÍR 2-0 í vikunni.

„Það voru tveir mánuðir og tuttugu dagar á milli leikja hjá okkur svo auðvitað voru hnökrar hér og þar. Það voru líka ágætis punktar. Við vorum bara ánægðir með að komast í fótbolta," sagði Sigurbjörn en hann segir stefnuna á að endurheimta sætið í Pepsi Max-deildinni.

„Við ætlum að gera tilkall í að vera samkeppnishæfir um að komast upp úr Lengjudeildinni. Við teljum okkur vera með lið sem getur barist um það en það eru mörg lið um hituna."

„ÍBV eru líklegastir eins og staðan er núna. Þeir eru með þjálfara sem er nýbúinn að fara með lið upp. Þeir eru með toppleikmenn og metnaðarfullan klúbb. Þeir eru sigurstranglegastir í 1. sætið eins og er."

„Keflavík eru mjög góðir líka. Ég sá þá spila fyrir tveimur dögum og leist mjög vel á þá. Þeir eru gríðarlega sterkir. Við spiluðum við Þórsarana fyrir Covid og þeir litu mjög vel út. Þeir voru grimmir. Leiknismenn eru sterkir og Framararnir góðir. Ég er örugglega að gleyma einhverjum. Það verður mjög erfitt að fara út á land og spila. Þetta verður þétt en eins og staðan er akkúrat núna eru Eyjamenn, Þór og Keflavík líklegust."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir