Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 29. maí 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
LASK missir sex stig eftir brot á æfingareglum
Mynd: Getty Images
LASK Linz, toppliðið í Austurríki, hefur verið svipt sex stigum fyrir að brjóta æfingabann vegna kórónaveirunnar.

Myndband sást af LASK brjóta reglur með því að æfa með stóran hóp og fara í návígi þegar reglurnar í Austurríki voru þær að æfa ætti í litlum hópum án snertinga.

LASK baðst afsökunar eftir atvikið og viðurkenndi þjálfari liðsins að hafa tekið fjórar æfingar á þennan hátt í æfingabanninu.

Dómurinn þýðir að LASK dettur af toppnum niður í 2. sætið en liðið er nú þremur stigum á eftir meisturum RB Salzburg. Tíu umferðir eru eftir í deildinni í Austurríki en hún á að hefjast á nýjan leik þann 2. júní.

LASK fékk einnig 75 þúsund evrur í sekt en félagið ætlar að áfrýja dómnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner