Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   mið 29. maí 2024 06:00
Elvar Geir Magnússon
Witsel í belgíska hópnum en Courtois ekki klár í álagið
Axel Witsel er í leikmannahópi Belgíu.
Axel Witsel er í leikmannahópi Belgíu.
Mynd: Getty Images
Courtois er ekki í hópnum.
Courtois er ekki í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í 25 manna leikmannahópi Belgíu fyrir EM í Þýskalandi. Þar má nefna Kevin De Bruyne og Jeremy Doku hjá Manchester City og Leandro Trossard hjá Arsenal.

Domenico Tedesco landsliðsþjálfari Belgíu hefur möguleika á því að bæta einum leikmanni við hópinn fyrir 7. júní, viku áður en Evrópumótið fer af stað.

Axel Witsel, 35 ára varnarmaður Atletico Madrid, er í hópnum þrátt fyrir að hafa tilkynnt í fyrra að hann væri búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna.

Eins og greint hefur verið frá þá er Thibaut Courtois markvörður Real Madrid ekki í hópnum. Þrátt fyrir að búist sé við að hann spili úrslitaleik Meistaradeildarinnar, gegn Borussia Dortmund, á laugardaginn.

„Courtois hefur verið mjög skýr og hreinskilinn í öllum samtölum. Hann þekkir sinn líkama best og hann er ekki klár í að fara í það álag sem fylgir því að spila á stórmóti," segir Tedesco en Courtois hefur afskaplega lítið spilað á tímabilinu vegna meiðsla.

Belgía er í E-riðli á mótinu ásamt Rúmeníu, Slóvakíu og Úkraínu. Riðlinum sem Ísland hefði verið í ef strákarnir okkar hefðu komist í gegnum umspilið.

Belgíski hópurinn:

Markverðir: Matz Sels (Nottingham Forest), Koen Casteels (Wolfsburg), Thomas Kaminski (Luton)

Varnarmenn: Wout Faes (Leicester), Timothy Castagne (Fulham), Arthur Theate (Rennes), Jan Vertonghen (Anderlecht), Axel Witsel (Atletico Madrid), Zeno Debast (Anderlecht), Thomas Meunier (Trabzonspor), Maxim De Cuyper (Club Brugge)

Miðjumenn: Aster Vranckx (Wolfsburg), Youri Tielemans (Aston Villa), Orel Mangala (Lyon), Kevin De Bruyne (Manchester City), Arthur Vermeeren (Atletico Madrid), Amadou Onana (Everton)

Sóknarmenn: Romelu Lukaku (Roma), Charles De Ketelaere (Atalanta), Jeremy Doku (Manchester City), Lois Openda (Leipzig), Leandro Trossard (Arsenal), Johan Bakayoko (PSV Eindhoven), Dodi Lukebakio (Sevilla), Yannick Carrasco (Al-Shabab)
Athugasemdir
banner
banner
banner