mán 29. júní 2020 14:44
Elvar Geir Magnússon
Hætta með boltakrakka í íslenska boltanum
Hressir boltastrákar.
Hressir boltastrákar.
Mynd: Raggi Óla
KSÍ leggur til að hætt verði að nota boltakrakka með hefðbundnum hætti á leikjum í meistaraflokkum og gildir það þar til annað verður ákveðið.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem KSÍ hefur sent aðildarfélögum sínum.

Búið er að fresta mörgum leikjum þar sem smit hefur greinst í leikmannahópum fjögurra liða í Pepsi Max-deildum karla og kvenna; Breiðabliki, KR og Fylki í kvennadeildinni og Stjörnunni í karladeildinni.

Félögum í deildunum hefur verið boðið í Covid-19 skimun.

Pósturinn frá KSÍ:
KSÍ minnir á mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum og tilmælum um sóttvarnir.

Markmiðið er sem fyrr að lágmarka áhættuna á að leikmenn, starfsmenn liða, starfsmenn félaga og aðrir þátttakendur leiksins smitist af COVID-19.

Ný tilmæli varðandi boltakrakka:

KSÍ leggur til að hætt verði að nota boltakrakka með hefðbundnum hætti á leikjum í meistaraflokkum og gildir það þar til annað verður ákveðið. Lagt er til að a.m.k. 10 boltum verði komið fyrir í kringum leikvöllinn og að tveir einstaklingar (16 ára eða eldri) sjái um að viðhalda staðsetningu boltanna þannig að sem minnst rask verði á leikhraða. Minnt er á mikilvægi þess að boltar séu sótthreinsaðir vel og að umsjónarmenn bolta gæti vel að öllum sóttvörnum við meðhöndlum bolta.

Jafnframt er minnt á neðangreind tilmæli varðandi framkvæmd leiks:

Ekki verður notast við inngöngufána.
Ekki verði notast við lukkukrakka fyrir leiki.
Heimalið sér um að sótthreinsa bolta fyrir leik, í hálfleik og eftir leik.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner