Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. júní 2020 11:16
Elvar Geir Magnússon
Velur Henderson bestan - „Þetta er hans áratugur"
Jordan Henderson.
Jordan Henderson.
Mynd: Getty Images
„Besti leikmaður Liverpool í dag er Mo Salah, ég er alveg harður á þeirri skoðun. Á eftir honum er það Van Dijk. En leikmaður tímabilsins er Jordan Henderson. Þetta er hans áratugur," segir Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net um Liverpool.

Kristján var gestur í þættinum á laugardaginn og gerði upp þetta Englandsmeistaratímabil.

Hann velur fyrirliðann Jordan Henderson sem leikmann ársins.

„Hann byrjar áratuginn kornungur fyrirliði hjá Sunderland. Hann fer svo til Liverpool og það eru miklar væntingar, mikill peningur til á þeim tíma. Hann olli smá vonbrigðum fyrst og 2012 var honum boðið að fara til Fulham en hann segir nei. Hann vill berjast fyrir sæti sínu hjá félaginu."

„Þetta er hans áratugur. Hann er sigurvegarinn í þessu liði. Hann hefur gengið í gegnum drulluna með okkur fyrri hluta áratugarins og svo nær hann að stíga upp. Þegar Klopp tók við þá grunaði mann að Henderson væri ekki nægilega góður til að fara alla leið á toppinn með liðinu. Maður gat séð félagið kaupa einhverja 'Pirlo týpu' en nei hér er hann enn og hefur verið bestur á þessu tímabili," segir Kristján Atli.

Í fyrra lyfti Henderson Meistaradeildarbikarnum sem fyrirliði Liverpool og í ár mun hann lyfta Englandsmeistarabikarnum.

„Það sjá allir hversu mikilvægur og öflugur hann hefur verið. Hann er leikmaður ársins. Það þurfti Klopp til að gera toppleikmann úr honum en hann er það í dag. Þvílíkur áratugur."
Liverpool gleði - Kristján Atli gerir upp tímabilið
Athugasemdir
banner
banner