Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Turnar Segja Sögur: Svikahrappar & hæfileikasóun
Leiðin úr Lengjunni: Upphitun fyrir lokaumferðina með Jóni Ólafssyni
Hugarburðarbolti EXTRA!
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
Enski boltinn - Bíómyndahandrit
Spenna í 2. deild, línur nokkuð skýrar í 4. deild og playoffs klár í 5. deild
Útvarpsþátturinn - Himnaríki Vestra og helvíti Vals
Ítalski boltinn - Upphitun fyrir tímabilið
   lau 29. júlí 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
GunnInga: Það er enginn krísufundur
Kvenaboltinn
Guðrún Inga Sívertsen.
Guðrún Inga Sívertsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt við Frey.
Rætt við Frey.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Laugardagurinn var erfiðastur. Maður var ekki undir það búin að vera úr leik eftir tvo leiki," Guðrún Inga Sívertsen, GunnInga varaformaður KSÍ, í viðtali í Útvarpsþættinum Fótbolta.net í dag.

GunnInga var ásamt fjölmörgum starfsmönnum KSÍ á EM í Hollandi og fylgdist með íslenska kvennalandsliðinu. Hún sá um undirbúning fyrir mótið og sinnti fleiri verkefnum.

„Maður lærir af þessu, þetta er dýrmæt reynsla í reynslubankann."

Umgjörðin á mótinu var frábær, sérstaklega í kringum íslenska liðið.

„Ég er ótrúlega stolt af því. Við lögðum okkur mikið fram og það var ákvörðun hjá KSÍ að hafa umgjörðina í kringum liðið fyrsta flokks. Það tókst og við gerðum það vel. Það var tekið eftir því úti á mótinu og UEFA hrósaði okkur fyrir umgjörðina í kringum liðið og ég tala nú ekki um stuðningsmennina okkar."

„Þeir voru alveg frábærir og það er talað um frammistöðu þeirra á vefsíðum hér og þar og nú síðast hjá UEFA."

Sjá einnig:
„Keppni sem Ísland vill gleyma en stuðningurinn magnaður"

„Síðan verð ég náttúrlega að hrósa ykkur, ykkur fjölmiðlamönnum. Þið fáið 10 í einkunn fyrir ykkar frammistöðu."

„Þetta er eitthvað sem við höfum aldrei upplifað áður með kvennaboltann, svona mikla og góða umfjöllun."

Eins og allir vita þá tapaði Ísland öllum sínum leikjum á mótinu, en GunnInga segir að þrátt fyrir það verði enginn krísufundur.

„Það eru spennandi ár framundan. Það er nú enginn krísufundur, nú er allir að slaka á og hlaða batteríin. Síðan munum við setjast niður og fara yfir mótið í heild sinni. Það er alltaf gott að skrifa hluti niður þegar þeir eru í fersku minni, ekki þegar það er hálft ár í næsta stórmót. Maður getur alltaf punktað hjá sér."

„Auðvitað setjumst við niður og ræðum gengi liðsins, en ég segi að við þurfum að líta fram á veginn. Undankeppni HM byrjar í september og ég er ekki smeyk við framhaldið."

Hún vill hafa Frey Alexandersson áfram í starfi þjálfara kvennalandsliðsins.

„Freyr er náttúrulega með samning við okkur og ég get alveg sagt ykkur að ég hef engan áhuga á því að skipta um þjálfara."

Næsta verkefni eru Færeyjar í undankeppni HM á heimavelli, en GunnInga vonast til þess að sjá Laugardalsvöll þétt setinn í september. Hana dreymir um að það verði uppselt á kvennalandsleik einn daginn.

„Það er spennandi verkefni, Færeyjar. Þetta er í fyrsta sinn þar sem þær eru í riðlakeppninni og þær byrja á að koma hingað til Íslands. Það verður gleðistund."

„Ég vona að þeir áhorfendur sem fylgdu okkur í Hollandi og þeir sem komu ekki til Hollands mæti á Laugardalsvöllinn og hefji nýja undankeppni með liðinu," sagði hún að lokum.

„Mig dreymir um að það verði uppselt á kvennaleik einn daginn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan, en þar ræðir hún nánar um EM, stuðninginn, dómaramálin og fleira.
Athugasemdir
banner