Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
   fös 12. september 2025 09:38
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Slot: Synd fyrir leikmanninn
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður út í Marc Guehi sem Liverpool reyndi að koma á lokadegi félagaskiptgluggans en Palace hafnaði að lokum tilboði Englandsmeistaranna þar sem ekki fannst maður í hans stað. Guehi er varnarmaður, enskur landsliðsmaður, sem á núna innan við ár eftir af samningi sínum.

„Það væri fáránlegt að neita því að við hefðum verið nálægt því að kaupa hann. Það er búið að segja frá því."

„Svona gerist í fótbolta. Við hefðum verið til í að fá hann; auðvitað. Ef við getum styrkt liðið þá hikum við aldrei við það."

„Það er ekki þannig að allt í einu erum við ekki með kosti í þessa stöðu. Þetta er synd, ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir leikmanninn held ég."

„En hann er á góðum stað, spilandi með Palace þar sem hann vann Góðgerðarskjöldinn og enska bikarinn, og er með mjög góðan stjóra líka."

„Sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hann og okkur,"
sagði Slot þegar hann var spurður hvort Liverpool myndi reyna aftur í janúar.
Athugasemdir
banner