fim 29. júlí 2021 20:06
Brynjar Ingi Erluson
Blikar mæta Aberdeen í næstu umferð
Blikar mæta sögufrægu liði Aberdeen
Blikar mæta sögufrægu liði Aberdeen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir skoska liðinu Aberdeen í 3. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en það var ljóst eftir að Blikar slógu Austria Vín úr leik í kvöld.

Aberdeen tapaði fyrir Häcken í kvöld, 2-0. Það hafði þó engin áhrif á skoska liðið sem vann fyrri leikinn 5-1.

Það er því ljóst að Aberdeen spilar við Blika í næstu umferð en fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli þann 5. ágúst og svo er spilað í Skotlandi viku síðar.

Aberdeen á sér ríka sögu en liðið hefur fjórum sinnum unnið skosku deildina og sjö sinnum orðið bikarmeistari.

Árið 1983 vann liðið Evrópukeppni bikarhafa eftir að hafa lagt Real Madrid í úrslitaleiknum. Aberdeen vann Ofurbikar Evropu sama ár.
Athugasemdir
banner
banner