fim 29. júlí 2021 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Teljum að þetta sé mótið þar sem við sláum þær út"
Bandaríska landsliðið er ekki ósigrandi að sögn Mertens.
Bandaríska landsliðið er ekki ósigrandi að sögn Mertens.
Mynd: Getty Images
Lieke Martens, ein af stjörnum hollenska landsliðsins, telur að núna sé tíminn fyrir Holland til að vinna Bandaríkin.

Hollendingar mæta Bandaríkjunum í átta-liða úrslitunum á Ólympíuleikunum.

Bandaríkin hafa verið með sterkasta landslið heims undanfarin ár og urðu þær heimsmeistarar 2019. Þær hafa hins vegar ekki verið sannfærandi á Ólympíuleikunum, og töpuðu meðal annars fyrir Svíþjóð.

„Bandaríkin eru ekki lengur ósigrandi. Við berum mikla virðingu fyrir þeim en við teljum að þetta sé mótið þar sem við sláum þær út," sagði Mertens við hollenska fjölmiðla.

Holland tapaði gegn Bandaríkjunum í úrslitum HM fyrir tveimur árum. En með Vivianne Miedema í því formi sem hún er í, þá er allt hægt.

Svona verða átta-liða úrslitin:
Bretland - Ástralía
Svíþjóð - Japan
Holland - Bandaríkin
Kanada - Brasilía
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner