Gustav Kjeldsen sneri til baka á völlinn í gær þegar hann lék með Vestra gegn FH. Danski varnarmaðurinn var valinn besti leikmaður Vestra á síðasta tímabili en varð fyrir því óláni að slíta hásin í vetur og fór í aðgerð snemma í desember.
Það var ekki gert ráð fyrir honum á þessu tímabili en hann er mættur aftur, vel á undan áætlun.
Það var ekki gert ráð fyrir honum á þessu tímabili en hann er mættur aftur, vel á undan áætlun.
Lestu um leikinn: Vestri 0 - 2 FH
Leikur Vestra riðlaðist eftir að sá danski fór af velli á 74. mínútu og komu mörk FH eftir þá skiptingu.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var spurður út í snögga endurkomu Gustavs á völlinn. Er eitthvað í vatninu fyrir vestan?
„Hérna eru bara menn sem eru að leggja gríðarlega vinnu á sig og vilja ofboðslega spila fyrir félagið. Ég held ég hafi aldrei séð mann sem var jafn staðráðinn og Gustav í því að koma til baka og geta hjálpað liðinu sínu. Þetta á auðvitað líka um Eið (Aron Sigurbjörnsson) og Fata (Gbadamosi), þetta eru leikmenn sem voru tilbúnir að fórna öllu til að hjálpa liðinu. Við erum auðvitað í brekku og það veitir á gott að við séum með leikmenn innanborðs sem eru tilbúnir til að draga vagninn og fórna sér fyrir félagið," sagði Davíð Smári.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir