Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   mán 29. júlí 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bryan Gil lánaður til Girona (Staðfest)
Bryan Gil.
Bryan Gil.
Mynd: EPA
Spænski kantmaðurinn Bryan Gil er búinn að fá félagaskipti frá Tottenham til Girona á Spáni. Um er að ræða lánssamning út komandi tímabil.

Gil er 23 ára gamall og kom til Tottenham frá Sevilla fyrir þremur árum.

Hann hefur ekki náð að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Tottenham, en hann lék aðeins 233 mínútur í 12 leikjum með enska liðinu á síðustu leiktíð.

Tímabilið á undan lék hann á láni með Valencia og Sevilla.

Girona mun eiga þann möguleika á að kaupa hann fyrir 15 milljónir evra.

Girona leikur í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir að hafa verið spútniklið spænsku deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner