Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 29. júlí 2024 10:57
Elvar Geir Magnússon
Justin Bieber mætti á leikinn og heilsaði upp á leikmenn Arsenal
Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber var meðal áhorfenda á SoFi leikvangnum í Los Angeles um helgina þegar Arsenal vann Manchester United 2-1 í æfingaleik.

Þar sem spilað var svona stutt frá Hollywood hæðum bjuggu ljósmyndarar við því að stórstjörnur myndu láta sjá sig á leiknum og sú varð raunin.

Auk Bieber var One Direction stjarnan Niall Horan á leiknum og einnig hnefaleikakappinn Chris Eubank yngri.

En það var Bieber, ein vinsælasta poppstjarna heims, sem stal senunni. Eftir leikinn heilsaði hann upp á Martin Ödegaard og fleiri leikmenn Arsenal.

Það má svo fylgja að það voru Brasilíumennirnir Gabriel Jesus og Gabriel Martinelli sem skoruðu mörk Arsenal í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner