Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 29. júlí 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Leikur Roy Keane í bíómynd sem kemur út á næsta ári
Éanna Hardwicke mun leika Roy Keane í bíómynd sem áætlað er að gefa út á næsta ári. Þessi 27 ára leikari var tilnefndur til BAFTA verðlauna fyrr á þessu ári fyrir leik sinn í dramaþáttunum The Sixth Commandment.

Hann fæddist í Cork, rétt eins og Keane, og mun fara með hlutverk þessa fyrrum fyrirliða Manchester United í kvikmyndinni Saipan.

Myndin ber sama nafn og eyjan í Kyrrahafinu þar sem írska landsliðið bjó sig undir HM í Japan og Suður-Kóreu 2022.

Steve Coogan leikur Mick McCarthy landsliðsþjálfara Írlands í myndinni en allt sauð upp úr í samskiptum Keane og McCarthy. Keane hraunaði yfir þjálfara sinn fyrir framan hópinn og á endanum var miðjumanninum vísað úr hópnum.
Athugasemdir
banner
banner