Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   mán 29. júlí 2024 12:30
Elvar Geir Magnússon
Milan að ganga frá kaupum á Pavlovic
Strahinja Pavlovic.
Strahinja Pavlovic.
Mynd: EPA
AC Milan hefur náð samkomulagi við RB Salzburg um serbneska miðvörðinn Strahinja Pavlovic. Ítalska félagið vinnur nú að því að klára alla lausa enda.

Milan mun kaupa hann á samtals um 20 milljónir evra í heildina en þessi 23 ára leikmaður hefur þegar gert munnlegt samkomulag um kaup og kjör.

Milan hefur verið nokkuð rólegt á fyrstu mánuðum sumargluggans og bara fjárfest í Alvaro Morata frá Atletico Madrid.

Nú ætlar félagið hinsvegar að spýta í lófana, er að nálgast samkomulag um hægri bakvörðinn Emerson Royal frá Tottenham og í viðræðum um Youssouf Fofana miðjumann Mónakó.

Paulo Fonseca tók við stjórnartaumunum hjá Milan í sumar.
Athugasemdir
banner
banner