Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   mán 29. júlí 2024 10:35
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður Chiesa flýgur til Lundúna
Chiesa á æfingu hjá ítalska landsliðinu.
Chiesa á æfingu hjá ítalska landsliðinu.
Mynd: EPA
Fali Ramadani, umboðsmaður ítalska landsliðsmannsins Federico Chiesa hjá Juventus, hefur flogið til Lundúna til að ræða við Tottenham og Chelsea.

Þessi 26 ára vængmaður á tæplega ár eftir af samningi sínum við Juventus og er ekki í áætlunum Thiago Motta stjóra félagsins.

Chiesa var einnig orðaður við Roma og Napoli en nú hefur Roma krækt í Matias Soule og Napoli snúið sér að öðrum leikmönnum.

Chiesa skoraði tíu mörk og átti þrjár stoðsendingar í 37 leikjum á síðasta tímabili.

Corriere dello Sport segir frá því hvernig Ramadani flaug til London til að hitta forráðamenn Tottenham og Chelsea. Auk þeirra félaga er Manchester United sagt hafa áhuga.
Athugasemdir