Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mán 29. ágúst 2022 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull um slúðursögurnar: Ég verð áfram
Ég stefni þangað, það þarf ekki að vera neitt leyndarmál
Ég stefni þangað, það þarf ekki að vera neitt leyndarmál
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er alveg oft sem við erum ósammála til að byrja með en við endum yfirleitt sammála
Það er alveg oft sem við erum ósammála til að byrja með en við endum yfirleitt sammála
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football var rætt um að þeir Jökull Elísabetarson og Ágúst Gylfason myndu ekki starfa saman á næsta ári.

Sjá einnig:
Verður þetta eina tímabil Jökuls hjá Stjörnunni?

Ágúst er aðalþjálfari Stjörnunnar og er Jökull honum til aðstoðar.

Fótbolti.net ræddi við Jökul í dag. Jökull vildi lítið ræða um sína framtíð en það hafa heyrst sögur um að Jökull muni mögulega taka við liðinu eftir tímabilið.

Þræta ef þess þarf
Hvernig hefur þér fundist samstarfið milli þín og Ágústs hafa gengið í sumar?

„Það hefur gengið vel, þegar tveir einstaklingar koma saman sem hafa ólíkar skoðanir... við hikum ekki við að 'blasta' þeim skoðunum framan í hvorn annan. Við teiknum hlutina yfirleitt ekki eins upp fyrir fram en við köstum mikið á milli og þrætum ef þess þarf til þess að komast að góðri niðurstöðu."

„Það er alveg oft sem við erum ósammála til að byrja með en við endum yfirleitt sammála. Ég held að það sé ekki hægt að halda öðru fram en að það hafi gengið vel."


Gerði tveggja ára samning
Þegar Jökull var ráðinn aðstoðarmaður Ágústs síðasta haust fylgdi lengd samnings hans við Stjörnuna ekki með í tilkynningunni.

„Tveggja ára samningur, það er alltaf alls konar eitthvað í öllum samningum. Fókusinn er á þessi tvö ár til að byrja með og það er nokkurn veginn frágengið að ég verði þarna áfram á næsta tímabili."

Þarf ekki að vera neitt leyndarmál
Áður en Jökull var ráðinn til Stjörnunnar var hann þjálfari Augnabliks. Horfir hann í að verða aðalþjálfari á næstu árum?

„Já. Gústi veit það vel að ég stefni þangað. Hann vissi það alveg frá fyrsta fundi sem við áttum saman. Ég stefni þangað, það þarf ekki að vera neitt leyndarmál. En mér liggur svo sem ekkert á, þannig akkúrat núna er bara fókus á að gera upp leikinn í gær og taka svo fyrir næstu æfingu. Ég er mjög rólegur," sagði Jökull.

Sjá einnig:
Jökull um leikinn gegn ÍBV:
Athugasemdir
banner
banner