Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. ágúst 2022 11:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Verður þetta eina tímabil Jökuls hjá Stjörnunni?
Jökull
Jökull
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst
Ágúst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Elísabetarson var í október í fyrra ráðinn aðstoðarmaður Ágústar Gylfasonar sem ráðinn var þjálfari Stjörnunnar eftir að tímabilinu 2021 lauk.

Jökull hafði þá þjálfað Augnablik tímabilin á undan en hann er uppalinn KR-ingur og steig sín fyrstu skref í meistaraflokki í Vesturbænum. Hann var fyrsti Íslendingurinn sem var valinn í nýliðavali fyrir MLS-deildina en hann ákvað að semja ekki við Chicago Fire. Jökull hefur einnig þjálfað 2. flokk Breiðabliks.

Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær var rætt um framtíð Jökuls hjá Stjörnunni.

„Maður heyrir það að Jökull hafi sagt Stjörnunni að þetta verði hans eina tímabil í Garðabænum, hann ætli sér að söðla um," sagði þáttarstjórnandinn Hjörvar Hafliðason. Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í þættinum, tók undir.

„Ég er búinn að heyra þetta oftar en einu sinni núna, frá (aðila) vel tengdum Jökli - að hann ætli ekki að taka annað ár með Gústa."

Hjörvar veltir fyrir sér hvort Jökull hafi sett Stjörnunni úrslitakosti, að félagið verði að velja á milli hans og Ágústs.

„Já, það er það sem ég heyri. Það sé þannig að eftir tímabilið þá ætli hann sér ekki að starfa áfram með Gústa. Hann er opinn fyrir því að vera þarna áfram eða prófar eitthvað nýtt," sagði Albert sem segist hafa heyrta að hugmyndir þeirra Ágústs og Jökuls séu „aðeins farnar að stangast saman".

Gamli og nýi skólinn
„Við náðum að fá Jökul til okkar og ég er gríðarlega ánægður með hans störf. Þarna mætast nýi og gamli skólinn. Það hefur gengið hrikalega vel. Ég er mjög ánægður að hafa fengið hann," sagði Ágúst um Jökul í útvarpsþættinum Fótbolti.net í mars.

Stjarnan situr í 5. sæti Bestu deildarinnar eftir 18 umferðir. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð og næsti leikur liðsins er gegn ÍBV á útivelli á morgun.

Sjá einnig:
„Þegar hann segir eitthvað við þig þá hlustaru og meðtekur"
Athugasemdir
banner
banner
banner