Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 29. september 2020 21:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Íslendingalið Olympiakos í riðlakeppnina
Ögmundur Kristinsson er á mála hjá Olympiakos.
Ögmundur Kristinsson er á mála hjá Olympiakos.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Olympiakos er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir markalaust jafntefli við Omonia Nicosia á útivelli.

Það voru eins leiks einvígi fram að síðasta stigi forkeppninnar og voru tveggja leikja einvígi í umspilinu um sæti í riðlakeppni. Olympiakos vann 2-0 á heimavelli og er því komið áfram í riðlakeppnina.

Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson er á mála hjá Olympiakos en hann var ekki í hóp í kvöld.

Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencvaros frá Ungverjalandi tryggðu sér einnig þáttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Molde frá Noregi og Gent frá Belgíu eru úr leik ásamt Omonia Nicosia.

Dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á fimmtudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner