Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. september 2021 21:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Virtist sjóða á Van de Beek á bekknum
Eric Bailly og Donny van de Beek voru allan tímann á bekknum hjá Man Utd.
Eric Bailly og Donny van de Beek voru allan tímann á bekknum hjá Man Utd.
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek hefur fengið agnarsmátt hlutverk frá því hann gekk í raðir Manchester United fyrir um ári síðan.

Hann hefur haldið hitanum á varamannabekknum.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, virðist ekki bera mikið traust til leikmannsins en hann ákvað þrátt fyrir það að halda honum hjá félaginu í sumar. Solskjær bað mig um að vera áfram og ég verð að treysta honum. Hann myndi leyfa mér að fara ef hann þyrfti mig ekki. Ég held að ég sé í áformum hans, ég þarf bara að halda áfram að leggja mig fram og vonandi get ég sannað mig fyrir fólki sem fyrst," sagði hollenski miðjumaðurinn eftir að félagaskiptaglugginn lokaði.

Van de Beek þurfti að sætta sig við það að sitja allan tímann á varamannabekknum í kvöld gegn Villarreal í Meistaradeildinni. Solskjær spilaði Nemanja Matic, Fred og Scott McTominay frekar í þessum leik.

Sá hollenski var eitthvað pirraður í kvöld, það virtist alla vega vera þannig. Þegar hann var kallaður til baka úr upphitun þá kastaði hann vesti sínu í jörðina. Á myndbandi sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum virðist hann blóta áður en hann kastar úr sér tyggigúmmí. Í millitíðinni reynir Paul Pogba að hughreysta hann.

Það verður að teljast skiljanlegt að hinn 24 ára Van de Beek sé pirraður; hann fær ekkert að spila. Ef áframhaldið verður það sama, þá hlýtur hann að fara í janúar eða næsta sumar.


Athugasemdir
banner
banner