Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   fös 29. september 2023 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta gæti verið án átta leikmanna gegn Bournemouth
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Arsenal heimsækir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag en verður án nokkurra lykilmanna sökum meiðsla.


Mikel Arteta staðfesti smávægileg meiðsli sex leikmanna en í heildina eru átta aðalliðsmenn fjarverandi fyrir helgarleikinn.

Þrír þeirra gætu komið við sögu, en hinir fimm verða líklegast ekki með í hóp. Declan Rice, William Saliba og Fabio Vieira gætu verið með í hópnum en líklegt er að Arteta kjósi að hvíla þá.

Gabriel Martinelli, Bukayo Saka, Leandro Trossard, Thomas Partey og Jurriën Timber eru hinir fimm sem eru meiddir.

Reiss Nelson er hins vegar kominn aftur úr meiðslum og skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri gegn Brentford í deildabikarnum í vikunni.

„Hann (Reiss Nelson) meiddist aðeins á undirbúningstímabilinu en er búinn að jafna sig. Hann er að finna taktinn og við þurfum á honum að halda. Hann býr yfir miklum gæðum og við eigum í miklum meiðslavandræðum með kantmennina okkar, tímasetningin er góð," sagði Arteta á fréttamannafundi í morgun. „Hann þarf að byrja fleiri leiki."

Arteta var þá einnig spurður út í þýska sóknartengiliðinn Kai Havertz sem hefur ekki farið sérlega vel af stað hjá sínu nýja félagi eftir 65 milljón punda félagsskipti. 

„Við erum að reyna að hjálpa honum eins mikið og við getum. Við erum að reyna að gefa honum mínútur á vellinum og hjálpa honum að öðlast meira sjálfstraust. Hann þarf að halda áfram að leggja hart að sér og bæta sig.

„Ef hann stendur sig ekki þá er það undir okkur komið að hjálpa honum."

Arsenal þarf sigur gegn Bournemouth en liðið er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að vera taplaust eftir sex fyrstu umferðirnar.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
9 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir