Varnarmaðurinn öflugi Viktor Örn Margeirsson er búinn að framlengja samning sinn við Breiðablik.
Viktor Örn er núna samningsbundinn Blikum til 2027 en hann er 29 ára gamall og hefur leikið fyrir félagið stærsta hluta ferilsins.
Viktor er uppalinn hjá Breiðabliki en lék með HK í eitt ár og ÍA í hálft ár á fyrstu árum ferilsins.
Hann á í heildina yfir 200 keppnisleiki að baki fyrir Blika og þar af eru 135 í efstu deild.
Viktor er lykilmaður í hjarta varnarinnar hjá Breiðabliki og er þetta mikið fagnaðarefni fyrir félagið. Viktor á einn A-landsleik að baki fyrir Íslands hönd.
Viktor Örn Margeirsson framlengir út árið 2027????
— Breiðablik FC (@BreidablikFC) September 29, 2023
Frábærar fréttir á föstudegi, Viktor Örn er uppalinn í Breiðablik og hefur verið liðinu gríðarlega mikilvægur í hjarta varnarinnar og verður það áfram ????#VÖM2027 pic.twitter.com/z5n2FVMlke