Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 29. október 2020 09:42
Elvar Geir Magnússon
Greenwood tileinkaði Jeremy Wisten mark sitt
Mason Greenwood, sóknarleikmaður Manchester United, tileinkaði mark sitt gegn RB Leipzig minningu Jeremy Wisten sem var unglingaleikmaður Manchester City.

Wisten var átján ára gamall þegar hann fannst meðvitundarlaus á heimili fjölskyldu sinnar á laugardaginn og ekki var hægt að bjarga lífi hans.

Greenwood mætti Wisten oft þegar hann ólst upp í unglingaboltanum.

Greenwood skoraði sitt fyrsta Meistaradeildarmark í 5-0 sigrinum gegn Leipzig og fagnaði með því að fara á hnén og benda til himins.


Athugasemdir
banner