Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 29. október 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Meiðslavandræði í vörn Arsenal - Arteta vorkennir Saliba
Mesut Özil og William Saliba eru ekki í hópnum hjá Arsenal í Evrópudeildinnil
Mesut Özil og William Saliba eru ekki í hópnum hjá Arsenal í Evrópudeildinnil
Mynd: Getty Images
David Luiz, miðvörður Arsenal, meiddist gegn Leicester um helgina og óttast er að hann verði frá keppni í nokkrar vikur.

Fyrir eru á meiðslalistanum miðverðirnir Rob Holding, Calum Chambers og Pablo Mari.

Hinn 19 ára gamli William Saliba hefði mögulega getað fengið eldskírn sína gegn Dundalk í Evrópudeildinni í kvöld en það er ekki mögulegt þar sem hann er ekki skráður í hóp liðsins í Evrópudeildinni.

„Ég vorkenni William Saliba mjög mikið. Við vorum með svo marga miðverði að við ákváðum að hafa hann fyrir utan hópinn og það var sár ákvörðun fyrir mig," sagði Arteta.

„Ég var að vona að Pablo yrði klár eftir tvær vikur en hann lenti í bakslagi og núna höfum við ekki Pablo og við höfum ekki William þó að hann sé heill og geti spilað."
Athugasemdir
banner
banner