Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. nóvember 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Papa Bouba Diop látinn
Mynd: Getty Images
Senegalska goðsögnin Papa Bouba Diop lést í dag, aðeins 42 ára að aldri. Diop lék ýmist sem varnarmaður og djúpur miðjumaður og gerði garðinn frægan með Fulham og Portsmouth í enska boltanum.

Diop skoraði 11 mörk í 63 landsleikjum með Senegal og er frægur fyrir að hafa gert sigurmark Senegal gegn heimsmeisturum Frakklands á HM 2002. Frakkar mættu sem heimsmeistarar og töpuðu gríðarlega óvænt fyrir Senegal.

Diop lést í dag eftir erfiða baráttu við langvarandi veikindi.

Senegalinn lagði skóna á hilluna 2013, þegar hann var 35 ára gamall. Hann lék síðast fyrir Birmingham City og West Ham United. Síðasti leikur hans fyrir Senegal var 2008.

Diop var yfirleitt kallaður skápurinn af lýsendum í enska boltanum, enda stór og fyrirferðamikill leikmaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner