Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. nóvember 2020 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Valerenga náði jafntefli - Töp í Belgíu
Mynd: Getty Images
Mynd: Jørn H. Skjærpe/Dagsavisen
Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn er Vålerenga gerði jafntefli við Sarpsborg í lokaleik dagsins í norska boltanum.

Sarpsborg átti betri fyrri hálfleik og tók forystuna á 19. mínútu. Heimamenn í Vålerenga vöknuðu til lífsins í síðari hálfleik og sköpuðu sér góð færi án þess að koma knettinum þó í netið.

Matthías Vilhjálmsson kom inn af bekknum á 83. mínútu og þegar öll von virtist vera úti kom jöfnunarmarkið. Ivan Nasberg gerði það á 96. mínútu.

Markið tryggði gríðarlega mikilvægt stig fyrir Vålerenga sem er í harðri baráttu um síðasta Evrópusætið í deildinni. Liðið er í sætinu sem stendur, þó aðeins tveimur stigum fyrir ofan Rosenborg þegar fjórar umferðir eru eftir.

Vålerenga 1 - 1 Sarpsborg
0-1 O. Halvorsen ('19)
1-1 I. Nasberg ('96)

Í Belgíu fékk Aron Sigurðarson að spila síðustu tuttugu mínúturnar er St. Gilloise tapaði toppslag gegn Seraing.

St. Gilloise er með fjögurra stiga forystu á toppnum, Seraing er í öðru sæti. Toppliðið fer beint upp í efstu deild á meðan annað sætið fær umspilsleik.

Þá var Ari Freyr Skúlason ónotaður varamaður er Oostende tapaði fyrir Kortrijk.

Leikurinn var gífurlega opinn og fjörugur og mikið um færi. Lokatölur urðu 3-1 fyrir Kortrijk og eru liðin jöfn með 16 stig eftir 13 umferðir.

Seraing 1 - 0 St. Gilloise
1-0 A. Bernier ('12)

Kortrijk 3 - 1 Oostende
1-0 G. Dewaele ('4)
1-1 A. Hjulsager ('32)
2-1 H. Gueye ('49)
3-1 I. Mboyo ('80)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner