Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 29. nóvember 2023 22:58
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Annar sigur Blackburn í röð - Leicester missteig sig
Blackburn Rovers hafði betur gegn Wayne Rooney og félögum í Birmingham City, 4-2, í ensku B-deildinni í kvöld. Hjólin fóru að snúast hjá Blackburn eftir að Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum í hálfleik.

Staðan var markalaus í hálfleik og ákvað Jon Dahl Tomasson, stjóri Blackburn að gera eina breytingu.

Arnór kom inn fyrir Lewis Travis og strax í byrjun síðari hálfleiks fór Blackburn-vélin að malla. Sammie Szmodics skoraði tvö mörk á fimm mínútum áður en James Hill bætti við þriðja markinu.

Siriki Demlbe minnkaði muninn með tveimur mörkum fyrir Birmingham áður en Harry Leonard sá til þess að Blackburn færi heim með öll stigin.

Blackburn er í 7. sæti deildarinnar með 28 stig en lærisveinar Rooney í 16. sæti með 22 stig.

Topplið Leicester City fór illa að ráði sínu. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Sheffield Wednesday á meðan Ipswich Town vann 3-1 sigur á Millwall.

Leicester er áfram á toppnum með 43 stig en Ipswich aðeins einu stigi á eftir þegar átján umferðir eru búnar.

Blackburn 4 - 2 Birmingham
1-0 Sammie Szmodics ('47 )
2-0 Sammie Szmodics ('52 )
3-0 James Hill ('59 )
3-1 Siriki Dembele ('63 )
3-2 Siriki Dembele ('78 )
4-2 Harry Leonard ('90 )

Ipswich Town 3 - 1 Millwall
1-0 Conor Chaplin ('5 )
2-0 Massimo Luongo ('12 )
3-0 Nathan Broadhead ('39 )
3-1 Kevin Nisbet ('78 )

Leeds 3 - 1 Swansea
0-1 Jamie Paterson ('1 )
1-1 Joel Piroe ('4 )
2-1 Georginio Rutter ('45 )
3-1 Daniel James ('61 )

Sheffield Wed 1 - 1 Leicester City
0-1 Issahaku Fatawu ('23 )
1-1 Jeff Hendrick ('90 )

Southampton 1 - 0 Bristol City
1-0 Kyle Walker-Peters ('47 )

Sunderland 1 - 2 Huddersfield
0-1 Michal Helik ('28 )
1-1 Luke O'Nien ('40 )
1-2 Delano Burgzorg ('67 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Birmingham 0 0 0 0 0 0 0 0
1 Leeds 46 29 13 4 95 30 +65 100
2 Burnley 46 28 16 2 69 16 +53 100
2 Blackburn 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bristol City 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Charlton Athletic 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Sunderland 46 21 13 12 58 44 +14 76
5 Coventry 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Derby County 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Hull City 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Middlesbrough 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Millwall 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Norwich 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Oxford United 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Portsmouth 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Preston NE 0 0 0 0 0 0 0 0
16 QPR 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sheffield Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Sheff Wed 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Stoke City 0 0 0 0 0 0 0 0
21 Swansea 0 0 0 0 0 0 0 0
22 Watford 0 0 0 0 0 0 0 0
22 Luton 46 13 10 23 45 69 -24 49
23 West Brom 0 0 0 0 0 0 0 0
23 Plymouth 46 11 13 22 51 88 -37 46
24 Cardiff City 46 9 17 20 48 73 -25 44
24 Wrexham 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner